TikTok bannað hjá fulltrúadeild Bandaríkjaþings

TikTok er talið valda öryggisáhættu.
TikTok er talið valda öryggisáhættu. AFP/Mario Tama

Kínverska appið TikTok nýtur ekki mikilla vinsælda meðal ráðamanna í Bandaríkjunum en appið er nú bannað í öllum tækjum sem tengjast fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Reuters greinir frá.

Sú ákvörðun var tekin að banna appið vegna þeirrar öryggisáhættu sem það er talið valda. Bannið er í takt við þær aðgerðir sem yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gripið til að undanförnu, en í síðustu viku gripu 19 ríki til þeirra ráða að banna appið frá snjalltækjum sem tengjast stjórnsýslu hvers ríkis.

mbl.is