„Bálhvasst verður á Austfjörðum“ í kvöld og fram á föstudagsmorgun segir í færslu lögreglunnar á Austurlandi á Facebook.
Samkvæmt Veðurstofunni verður ofankoma, skafrenningur og blinda.
„Ferðalangar um firðina [eru] því beðnir um að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum um færð á vegum áður en af stað er haldið.“