Húsin eru týnd í ótrúlegu fannfergi

Aðeins er eitt skref af skaflinum og upp á þakið.
Aðeins er eitt skref af skaflinum og upp á þakið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fannfergi með fádæmum. Fólk úti að moka og karl á traktorsgröfu að stinga sig í gegnum fimm metra háan skafl. Stórum jeppum er ekið eftir götum og á gatnamótum byrgja háir ruðningar sýn. Íbúðarhús eru týnd í snjó svo jafnvel er gengt upp á þök þeirra.

Svona var á Eyrarbakka í gær.

„Ég man ekki annað eins,“ segir Emma Eiríksdóttir sem býr á Túngötu 32.

Emma í þvottahúsdyrunum, sem snúa til norðurs.
Emma í þvottahúsdyrunum, sem snúa til norðurs. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjögurra til fimm metra háir skaflar

Þau Emma og Hafþór Gestsson eiginmaður hennar höfðu ekki miklar áhyggjur þegar byrjaði að snjóa nokkrum dögum fyrir jól. Ofankoman var mikil og svo herti á með skafrenningi aðfaranótt Þorláksmessu.

Snjór sem fauk fram mýrarnar ofan við kauptúnið festist í drögum og á milli húsa svo upp hlóðust skaflar, sumir fjögurra til fimm metra háir.

Nánar er rætt við Emmu og fjallað um ástandið á Eyrarbakka í Morgunblaðinu í dag, auk þess sem fleiri myndir fylgja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: