Snjómokstur langt fram úr áætlunum

Snjómokstur.
Snjómokstur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljóst er að kostnaður við vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni fer langt yfir áætlanir Vegagerðarinnar sem miðast við kostnað á meðalvetri. Sama á við um sveitarfélögin, að minnsta kosti þau á Suður- og Suðvesturlandi.

Spá sem gerð var í nóvember um heildarkostnað Vegagerðarinnar á árinu hljóðaði upp á 5 milljarða króna en fjárveiting er 3,8 milljarðar. Akstur tækja sem annast vetrarþjónustu hefur verið miklu meiri síðustu tvær vikur en í meðalári og því ljóst að kostnaðurinn fer töluvert meira fram úr áætlun á árinu en gert var ráð fyrir áður en óveðurskaflinn hófst.

Þegar litið er yfir árið sést að árið hefur verið annasamt í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og sveitarfélögum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina