Þjónusta Strætó gæti verið skert á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á morgun. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta landsins á morgun og er búist við slæmri færð.
Notendur Strætó eru beðnir að fylgjast með tilkynningum og leiðum á heimasíðu Strætó, í Klappinu eða á Twitter, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.
Appelsínugul viðvörun verður í gildi frá klukkan 7 í fyrramálið til klukkan 15. Þá verður gul viðvörun í Reykjavík á nýársnótt.
Reikna má með skafrenningi, lélegu skyggni og ófærð en lægja ætti nokkuð með deginum.