„Erum ekki sloppin“

App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Suður­landi til klukk­an 15 …
App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Suður­landi til klukk­an 15 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eins og komið er hefur þetta farið á besta veg, en það er spurning hvort við séum að hinkra eftir veðrinu,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, í samtali við mbl.is.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu lýsti yfir óvissustigi Almannavarna í gærkvöldi vegna veðurs.

Hjördís segir að von sé á snjókomu áfram, sérstaklega á Suðurlandinu.

„Þannig að við erum ekki sloppin,“ segir hún og bætir við að óvissustig verði áfram í gildi þar sem það nær yfir það stórt svæði.

„Þó að við séum að sleppa betur hér [á höfuðborgarsvæðinu] þá er þetta ekkert búið.“

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan þrjú í nótt og segir Hjördís að hún starfi allavega til hádegis.

Hún segir að grannt verði fylgst með og staðan metin eftir þörfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina