Gæti orðið blint á höfuðborgarsvæðinu

Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni á höfuðborgarsvæðinu í …
Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is/Arnþór

Útlit er fyrir suðvestanátt, 8 til 13 metra á sekúndu, frá klukkan sjö til tíu í kvöld. Logn verður síðan í einhvern tíma og gengur svo norðvestan 13 til 18 metra á sekúndu og lægir um fjögurleytið í nótt, að sögn veðurfræðings.

„Það er ekki samfelld snjókoma en það snjóar örugglega aðeins meira í dag og svo í kvöld og nótt,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni.

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum.

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og …
Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. mbl.is/Arnþór

„Það eru gular viðvaranir í kvöld út af hvassviðri sem kemur um suðvestanvert landið upp úr 11 og fram á nótt. Eins og er verður hvassast á Reykjanesi en útlit er fyrir hægari vind á morgun.“

Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti til klukkan fjögur í nótt. 

„Þegar þessi vindstrengur gengur inn upp úr miðnætti gæti orðið blint á höfuðborgarsvæðinu, en það kemur í ljós hversu slæmt það verður,“ segir Daníel.

mbl.is