Snjókoma með köflum í flestum landshlutum

Enn bætir í snjó.
Enn bætir í snjó. mbl.is/Arnþór

Útlit er fyrir að vindur blási af ýmsum áttum á næstunni og snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Kuldatíðin heldur áfram, þó dregur úr frostinu frá því sem verið hefur síðustu daga.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 15 í dag og gular viðvaranir eru á suðvetsturhorninu til hádegis á morgun.

Í dag verður austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s í dag og snjókoma eða él í flestum landshlutum, sums staðar talsverð ofankoma sunnanlands. Bætir heldur í vind á suðvesturhorni landins í kvöld og nótt með éljum.

Norðlæg átt 5-13 á morgun með ofankomu, en vestlægari seinnipartinn og styttir þá upp um landið austanvert.

Frost víðast hvar á bilinu 3 til 13 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is