Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins (SI), segir að fyrirkomulag Reykjavíkurborgar hvað varðar útboð snjómoksturs sé ekki mjög gagnsætt.
„Við höfum haft samband við borgina og furðum okkur á orðræðunni í Reykjavík í tengslum við skort á verktökum og vinnuafli í snjómokstri,“ segir Björg og bætir við að SI séu reiðubúin að ræða við borgina til þess að finna lausnir ef áhuginn er til staðar.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.