Fyrirsætan Nadía Sif Líndal fór ástfangin inn í nýja árið. Nadía fagnaði áramótunum með kærasta sínum, Lucien Christofis körfuboltamanni, en parið hnaut um hvort annað á síðasta ári.
Nadía birti glæsilegar myndir frá áramótunum en hún klæddist ljósbláu pilsi og toppi í stíl. Fötin eru íslensk hönnun og eru frá By Sædís Ýr. Þá klæddist hún stígvélum úr sama lit, en þau eru frá JoDis og eru hugarfóstur plötusnúðsins Dóru Júlíu Agnarsdóttur.