Þingstörf hefjast um miðjan janúar

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við störf í þingsal.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við störf í þingsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að und­an­förnu hafa frí í kring­um jól og ára­mót verið til um­fjöll­un­ar. At­hygli vek­ur að alþing­is­menn fá langt frí frá þing­fund­um en haustþing­inu lauk 16. des­em­ber og næsti þing­fund­ur er á dag­skrá 23. janú­ar. Þing­menn mæta þó fyrr vegna nefnda­funda.

„Um langt ára­bil hef­ur þingið hafið störf aft­ur eft­ir jól um miðjan janú­ar. Síðustu árin hef­ur verið byrjað á nefnda­viku eins og gert er ráð fyr­ir núna. Fund­ir í þing­nefnd­um hefjast í vik­unni sem byrj­ar 16. janú­ar og þing­fund­ir hefjast 23. janú­ar.  Eru þetta svipaðar tíma­setn­ing­ar og verið hafa und­an­far­in ár. Þing­inu lauk fyr­ir jól 16. des­em­ber í þetta skiptið og það er með fyrra fall­inu miðað við síðustu ár,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, og bend­ir á að erfitt sé að bera það sam­an við árið 2021.

„Þá kom þingið sam­an miklu seinna út af kosn­ing­um um haustið og þá voru þing­fund­ir á milli jóla og ný­árs. Það voru mjög sér­stak­ar aðstæður. Frá 2011 hef­ur þing­hald­inu verið skipt í þrjú tíma­bil. Haustþing er frá því þing kem­ur sam­an aðra vik­una í sept­em­ber og stend­ur fram að jól­um. Vetr­arþing hef­ur verið frá miðjum janú­ar og fram að pásk­um. Vorþing hefst eft­ir páska og er fram í júní. Þetta get­ur verið breyti­legt frá ári til árs en sam­kvæmt starfs­áætl­un er skipu­lagið núna með hefðbundnu sniði hvað þetta varðar.“

Þing­funda­dag­ar á bil­inu 110-130 

Birg­ir seg­ir að sam­kvæmt þeim at­hug­un­um sem Alþingi hef­ur gert þá séu þing­funda­dag­ar yfir árið oft­ast álíka marg­ir hér og hjá þjóðþing­um í ná­granna­lönd­un­um. Al­gengt sé að virk­ir þing­funda­dag­ar séu ein­hvers staðar á bil­inu 110 til 130 dag­ar á ári og eru þá sér­stak­ir nefnda­dag­ar, kjör­dæma­dag­ar og þing­flokks­funda­dag­ar ekki tald­ir með.

„Hér er heild­ar­fjöldi þing­funda­daga svipaður og í ná­granna­lönd­un­um þótt það geti skipst með mis­mun­andi hætti yfir árið í þess­um þing­um. Fjöldi þing­funda­daga á þessu þingi verður svipaður og verið hef­ur í meðalári, ef miðað er við starfs­áætl­un.

Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir, Tómas A. Tómasson, Eyjólfur Ármannsson og …
Þing­menn­irn­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, Tóm­as A. Tóm­as­son, Eyj­ólf­ur Ármanns­son og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir í þingsal. mbl.is/​Há­kon


Sá tími sem skap­ast þegar ekki eru nefnd­ar- eða þing­fund­ir get­ur nýst þing­mönn­um á ýms­an hátt að sögn Birg­is en seg­ir af­skap­lega mis­jafnt hvernig þing­menn kjósi að nýta tím­ann.

„Alþing­is­menn eru í vinnu allt árið þótt þing­fund­ir standi ekki yfir. Menn eru í alls kon­ar verk­efn­um eins og und­ir­bún­ingi vegna laga­frum­varpa og annarra þing­mála, marg­vís­leg­um sam­skipt­um við kjós­end­ur, fund­ar­höld­um af ýmsu tagi, greina­skrif­um og fleiri slík­um verk­efn­um. Þing­menn hafa tals­vert svig­rúm til að velja hvernig þeir sinna starf­inu, hvernig þeir for­gangsraða verk­efn­um og þess hátt­ar, en svo kem­ur alltaf að því við lok kjör­tíma­bils að þeir þurfa að standa fyr­ir fram­an kjós­end­ur og út­skýra hvað þeir hafa verið að gera.”

Mikl­ar vinnu­lot­ur fylgja starf­inu

Birg­ir bend­ir á að þing­manns­starf­inu fylgi gjarn­an mikl­ar vinnu­lot­ur. Þegar mikið er um að vera í þing­inu er unnið um helg­ar, á kvöld­in og stund­um fram á nótt. Hann seg­ir að oft hafi komið til tals að dreifa mætti álag­inu bet­ur yfir árið.

„Við og við kem­ur upp umræða í þing­inu að rétt væri að dreifa álag­inu meira yfir árið. Starfið hef­ur til­hneig­ingu til að verða lotu­kennt með mik­illi næt­ur­vinnu og helgar­vinnu á ákveðnum tíma­bil­um. Sér­stak­lega fyr­ir jól­in og fyr­ir þinglok á vor­in eins og þekkt er. Þar af leiðandi hef­ur skap­ast umræða um að dreifa álag­inu meira en það hef­ur gengið mis­jafn­lega. Stund­um hef­ur okk­ur tek­ist vel upp í þeim efn­um og stund­um ekki.

Það má segja að þegar unnið er að starfs­áætl­un er alltaf farið af stað með þau mark­mið að öll mál komi nægi­lega snemma fram til að þau fái viðun­andi málsmeðferð á eðli­leg­um tíma. Reynsl­an er hins veg­ar sú að dag­arn­ir verða býsna lang­ir þegar líður að þinglok­um og dag­arn­ir strang­ir, þótt alltaf sé stefnt að því að jafna vinnu­álagið,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son í sam­tali við mbl.is. 

Rétt er að taka fram að þessi um­fjöll­un á við um alþing­is­menn­ina sjálfa, hina kjörnu full­trúa. Fjöldi fólks starfar á Alþingi sem fær frí í kring­um jól og ára­mót í sam­ræmi við það sem tíðkast á flest­um vinnu­stöðum. 

mbl.is