Joe Biden Bandaríkjaforseti segir erfiðleika repúblikana við kjósa forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, vera „vandræðalega“.
Þegar Biden ræddi við fréttamenn áður en hann flaug til ríkisins Kentucky sagði Biden að „heimurinn allur“ væri að horfa á stöðu mála á þinginu en að hann einbeiti sér að því að „koma hlutum í verk“.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti fyrr í dag repúblikana sem standa lengst til hægri að hætta að koma í veg fyrir að Kevin McCarthy verði forseti fulltrúadeildarinnar og fylkjast þess í stað á bak við hann.
„Repúblikanar, ekki breyta frábærum sigri í vandræðalegan ósigur,“ sagði Trump.