Sigurfari sviptur veiðileyfi vegna brottkasts

Sigurfari GK mun ekki vera heimilt að stunda veiðar í …
Sigurfari GK mun ekki vera heimilt að stunda veiðar í fjórar vikur vegna brottkasts. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Drag­nóta- og neta­bát­ur­inn Sig­urfari GK-138 sem Nes­fisk­ur ehf. á Suður­nesj­um ger­ir út hef­ur verið svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í fjór­ar vik­ur, frá og með 20. janú­ar til og með 16. fe­brú­ar. Ástæðan er „meiri­hátt­ar brot“ eins og það er orðað í ákvörðun Fiski­stofu, en brot­in eru fyrst og fremst sögð fel­ast í at­hafna­leysi áhafn­ar.

Málið hef­ur verið kært til lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Fram kem­ur í ákvörðun­inni að svipt­ing­in teng­ist tveim­ur mál­um. Fyrra málið má rekja til dróna­eft­ir­lits 6. októ­ber 2021, en þá sáu eft­ir­lits­menn Fiski­stofu fiska falla út um lúgu/​len­sport aft­ar­lega á stjórn­borðshlið skips­ins og afl­inn fallið þaðan afur í sjó.

Á mynd­bandi af at­vik­inu sem er ein­ung­is tæp­ar sex og hálf mín­úta sjást allat að 190 fisk­ar koma út um lúg­una og falla í sjó­inn. Þar af tókst eft­ir­lits­mönn­um að teg­unda­greina 144 fiska og voru 58 þeirra ýsur, 57 kol­ar, 27 þorsk­ar og tveir skötu­sel­ir.

Dróni á vegum Fiskistofu fylgdist með veiðum Sigurfara í tvígang.
Dróni á veg­um Fiski­stofu fylgd­ist með veiðum Sig­urfara í tvígang. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Seinna at­vikið átti sér stað 19. janú­ar 2022 þegar eft­ir­lits­menn voru stadd­ir vest­an við Reykja­nes­vita á Suður­nesj­um. Með dróna fylgd­ust eft­ir­lits­menn Fiski­stofu með þegar skip­verj­ar drógu drag­nót um borð og voru við aðgerð afla um borð. „Fljót­lega sást að fisk­ur kom út um lúgu/​len­sport aft­ar­lega á stjórn­borðshlið skips­ins og hafnaði út í sjó.“

Í þetta sinn var þó á inn­an við tíu mín­út­um aðeins orðið var við að fimm bol­fisk­um var hent á þessa leið. Tveir voru teg­unda­greind­ir, einn þorsk­ur og ein ýsa.

Refsi­vert at­hafna­leysi

Fram kem­ur í ákvörðun­inni að eft­ir­lits­menn hafi farið um borð í Sig­urfara GK-138 til að rann­saka nán­ar aðstæður um borð er skipið lá við bryggju í Sand­gerðis­höfn 28. septemebr síðastliðinn.

„Af efra dekki kem­ur veidd­ur afli niður á neðra dekk niður í mót­tök­una um borð. Þaðan kem­ur afl­inn upp með færi­bönd­um þar sem skip­verj­ar standa við aðgerðarband og flokka og gera að afla. Við færi­bandið eru slóglúg­ur og und­ir þeim slóg­band, sem ligg­ur sam­síða und­ir aðgerðarbandi. Sá afli sem renn­ur eft­ir aðgerðarband­inu fell­ur af enda þess niður á fram­an­greint slóg­band sem end­ar í rennu sem ligg­ur að áður­nefndu len­sporti stjór­borðsmeg­in, nema skip­verj­ar fjar­lægi afl­ann af band­inu,“ seg­ir um rann­sókn­ina.

Þetta tel­ur Fiski­stofa sýna fram á að afl­inn sem sést renna út í sjó um len­sportið gera það vegna „refs­inæms beins at­hafna­leys­is áhafn­ar skips­ins“.

mbl.is