Ganga í hjónaband eftir 18 ára samband

Robin Roberts og Amber Laign hafa verið saman í 18 …
Robin Roberts og Amber Laign hafa verið saman í 18 ár. Skjáskot/Instagram

Spjallþátta­stjórn­and­inn Robin Roberts til­kynnti í spjallþætt­in­um Good Morn­ing America að hún og kær­asta henn­ar til 18 ára, Am­ber Laign, ætluðu loks­ins að ganga í hjóna­band á nýju ári. 

„Ég sagði já við hjóna­bandi. Við ætl­um að gifta okk­ur á þessu ári,“ sagði Roberts og viður­kenndi að hún hefði verið hik­andi við að deila fregn­un­um þar sem hún hefði ekki enn sagt þær upp­hátt. 

Roberts sagði þær Laign hafa talað um hjóna­band áður, en þær hafi þó þurft að fresta því þegar Laign greind­ist með brjóstakrabba­mein síðla árs 2021. Hún lauk geislameðferð í júlí 2022.

Roberts og Laign byrjuðu sam­an í júlí 2005, en Roberts kom þó ekki op­in­ber­lega út úr skápn­um fyrr en í des­em­ber 2013. Hún seg­ist spennt fyr­ir kom­andi tím­um með Laign. 

mbl.is