Samruni Ramma og Ísfélagsins lógískur

Sigurður VE uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja verður eitt af öflugustu skipum …
Sigurður VE uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja verður eitt af öflugustu skipum nýs sameinaðs félags. mbl.is/Sigurður Bogi

Áform um samruna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf., sem til­kynnt var um milli jóla og ný­árs, eru til þess fall­in að skapa stöðugri rekstr­ar­for­send­ur í nýju fé­lagi þar sem sveifl­ur í veiðiráðgjöf og af­koma veiða ólíkra teg­unda hafa minni áhrif, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Fátt bend­ir til ann­ars en að á ein­hverj­um tíma­punkti verði fleiri af stærstu út­gerðarfé­lög­un­um kom­in í stærri ein­ing­ar með blandaðan rekst­ur.

„Á meðan Rammi hef­ur verið meira í bol­fiski hef­ur Ísfé­lagið lagt áherslu á upp­sjáv­ar­fisk. Við höf­um séð samþjapp­an­ir áður þar sem koma sam­an fyr­ir­tæki sem eru öfl­ug í upp­sjáv­ar­veiðum og -vinnslu og hins veg­ar fyr­ir­tæki í bol­fisk­veiðum og -vinnslu. Þessi fyr­ir­tæki eru að reyna að draga úr áhættu, sér­stak­lega hafa verið mikl­ar sveifl­ur í upp­sjáv­ar­fiski. Að því leyt­inu til er þetta mjög lógískt,“ svar­ar Sveinn Agn­ars­son, pró­fess­or við viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands, beðinn að rýna í merk­ingu samruna Ramma og Ísfé­lags­ins.

Lesa má um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: