Nýliðinn desember var óvenju kaldur um land allt en jafnframt sérlega sólríkur í Reykjavík. Þótt sólargangurinn sé skemmstur á þessum tíma ársins mældist 51 sólarstund í höfuðborginni í desember, sem er 38,4 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.
Þetta er sólríkasti desembermánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík.
Veðurstofan birti í fyrrakvöld tíðarfarsyfirlit fyrir desember. Það staðfesti það sem landsmenn höfðu á tilfinningunni, að mánuðurinn hafi verið óvenju kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973, eða í nær hálfa öld.
Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 stig, og var mánuðurinn áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga.
Mun ýtarlegri umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.