Nýju hátæknikerfi komið fyrir í Hoffelli

Hoffell SU var í slipp á Akureyri yfir hátíðarnarþar sem …
Hoffell SU var í slipp á Akureyri yfir hátíðarnarþar sem komið var fyrir nýju botnstykki sem tengist nýju toghlerakerfi skipsins. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Kjartan Reynisson

Hof­fell SU varði jól­um og ára­mót­um á Ak­ur­eyri þar sem skipið var í slipp, en sam­hliða hefðbund­ins viðhalds yfir hátíðarn­ar var komið fyr­ir nýj­um há­tækni­búnaði.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir skipið út, að um sé að ræða nýtt tog­hlera­kerfi (trawl steer­ing system) eða svo­kallaða MLD tog­hlera frá dönsk­um fram­leiðanda sem felt í að hægt sé að stjórna opn­un­ina á troll­inu í sjón­um í gegn­um tölvu. „Í hler­un­um eru lok­ur sem minna á flapsa á flug­véla­væng sem hægt er að hreyfa og þannig stilla hversu mikið  eða lítið opið er.“

Botnstykki fyrir sendi og móttakara.
Botnstykki fyr­ir sendi og mót­tak­ara. Ljós­mynd/​Loðnu­vinnnsl­an: Kjart­an Reyn­is­son

Þá er jafn­framt sagt frá því að komið hafi verið fyr­ir stykki und­ir skip­inu sem geym­ir sendi og mót­tak­ara, en frá þeim liggja stjórn- og hleðslukapl­ar í brúnna og aft­ur í skut. Á næst­unni verður síðan tog­hler­un­um komið fyr­ir.

Talið er að stýr­an­leg­ir tog­hler­ar hafi tölu­verða kosti fyr­ir flottrollsveiðar, þeir dragi úr sliti á skip­um og veiðarfær­um auk þess sem mögu­leiki skap­ast til þess að auka af­köst og spara eldsneyti.

mbl.is