Átta samstæður með yfir 60% kvótans

Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum …
Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum þorskígildum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta stærstu sam­stæðurn­ar (móður­fé­lög með til­heyr­andi dótt­ur­fé­lög­um) í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru – ef gert er ráð fyr­ir samruna Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma – með rúm 60% af út­hlutuðum þorskí­gild­um. Hins­veg­ar er aðeins eitt fé­lag búið að ná lög­bund­inni 12% há­marks­hlut­deild í heild­arkvóta og er það Síld­ar­vinnsl­an, en Brim er þétt á eft­ir með 11,41%

Þetta má lesa úr sam­an­tekt Fiski­stofu um stöðu hlut­deild ís­lenskra fiski­skipa í kvóta­bundn­um nytja­stofn­um.

Há­marks­hlut­deild eða svo­kallað kvótaþak er einnig til fyr­ir ólík­ar teg­und­ir og nem­ur það 12% fyr­ir þorsk en 20% fyr­ir ýsu, ufsa, síld og loðnu. Eng­in sam­stæða er með há­marks­hlut­deild í þorski, ýsu, ufsa eða síld, en Skinn­ey-Þinga­nes er ná­lægt kvótaþak­inu í síld með 18,97% og Brim er ná­lægt því í ufsa með 19,79%.

Eins og 200 míl­ur hafa greint frá mun nýtt sam­einað fé­lag Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma fara sam­an­lagt með 20,64% hlut­deild í loðnu sem er 0,64% um­fram lög­bundna há­marks­hlut­deild.

Þá sést að þessi átta fyr­ir­tæki eru með 52% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um í þorski, tæp 56% afla­heim­ilda í ýsu og rúm 67% afla­heim­ilda í ufsa. Af þess­um átta sam­stæðum í sjáv­ar­út­vegi eru sex með síld­ar- og loðnu­kvóta en þau fara með rúm 85% af síld­arkvót­an­um og tæp 81% af loðnu­kvót­an­um.

mbl.is