Fastir í bílar í Kömbunum

Frá Hellisheiði en vegurinn um heiðina er á óvissustigi.
Frá Hellisheiði en vegurinn um heiðina er á óvissustigi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálparsveit skáta í Hveragerði hefur aðstoðað ökumenn á föstum bílum í Kömbunum og á leiðinni frá Hveragerði til Þorlákshafnar í morgun.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er um nokkra bíla að ræða.

Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru á óvissustigi vegna veðurs og geta þeir lokast með stuttum fyrirvara, að sögn Vegagerðarinnar.

Suðurstrandarvegur er lokaður og sömuleiðis vegirnir um Mosfellsheiði og Kjósarskarð.

Gul viðvörun Veðurstofunnar er í gildi til hádegis í dag við Faxaflóa, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

mbl.is