Flateyrarvegur í Önundarfirði hefur verið opnaður á ný en óvissustig er enn vegna snjóflóðahættu, að sögn Vegagerðarinnar.
Veginum var lokað í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna snjóflóðahættu fyrir ofan veginn.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og verður næsta skoðun í birtingu.
Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Klettshálsi, Gemlufallsheiði, Dynjandisheiði, Ennishálsi og norður í Árneshrepp. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði.
Á Norðurlandi er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi á Ólafsfjarðarmúla.
Snjóþekja og éljagangur eru á Öxnadalsheiði en hálka víða á öðrum leiðum. Krapi er á Siglufjarðarvegi og milli Ólafsfjarðar og Hörgárdals og snjóþekja á nokkrum leiðum. Ófært er á Fljótsheiði.