Fyrsta loðnan gefur ástæðu til að vera bjartsýnn

Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.
Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.

Græns­lenska upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Ammassak hélt til loðnu­veiða á fimmtu­dag og hóf veiðar 80 sjó­míl­ur norðaust­ur af Langa­nesi á föstu­dag 6. janú­ar.

„Við erum ein­skipa og höf­um ekk­ert leitað. Við fund­um torfu, köstuðum og höf­um síðan verið að veiðum á sömu slóðum all­an tím­ann,“ seg­ir Sig­urður Grét­ar Guðmunds­son, skip­stjóri á Pol­ar Ammassak, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Við byrjuðum á 100 tonna holi en síðan höf­um við fengið 300 – 350 tonn í hverju holi. Hol­in eru orðin fimm og dregið hef­ur verið í 6 til 10 tíma. Við erum komn­ir með tæp 1.400 tonn og þetta er fal­leg­asta loðna. Það eru 35 til 37 stykki í kíló­inu,“ seg­ir hann.

Gert er ráð fyrir að Polar Ammassak landi loðnu hjá …
Gert er ráð fyr­ir að Pol­ar Ammassak landi loðnu hjá Síld­ar­vinnsl­unni á morg­un. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an: Smári Geirs­son

Þá séu „blett­ir að sjá“ og eng­ar risatorf­ur að sjá en þær sem finn­ast skila góðum afla að sögn Sig­urðar. „Það er meiri veiði yfir nótt­ina en á dag­inn. Það er eins og loðnan þétti sig í myrkr­inu. Veðrið hef­ur verið með ágæt­um, það var kaldi í eina nótt en ann­ars bara gott veður.“

Áhöfn­inni vantaði í morg­un um 500 tonn til að fylla skipið og reikn­ar skip­stjór­inn með að landa hjá Síld­ar­vinnsl­unni á morg­un. „Mér finnst þessi loðnu­vertíð bara líta býsna vel út og eng­in ástæða til ann­ars en að vera bjart­sýnn,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is