Gul viðvörun er í gildi til klukkan 18 í dag á Vestfjörðum, Breiðafirði og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hún gildir aftur á móti til klukkan 20 á Faxaflóa.
Spáð er hvassri norðanátt, lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum, að sögn Veðurstofu Íslands.
Vegurinn um Kjalarnes, sem var lokaður snemma í morgun, er opinn en þar eru hálkublettir, skafrenningur og hvasst. Holtavörðuheiðin er einnig opin en þar er hálka og skafrenningur.
Vegurinn um Mosfellsheiði er aftur á móti enn lokaður og verður ekki opnaður í dag.
Vegurinn um Kjósarskarð er enn lokaður.