Hríðarveður, hvasst og blint

Bílar á ferð um Holtavörðuheiði.
Bílar á ferð um Holtavörðuheiði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Myndarlegur úrkomubakki nálgast norðanvert landið með hríðarveðri. Hvasst verður í allan dag og blint á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, að því er kemur fram í ábendingu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni..

„Á Kjalarnesi verður að slá í 35 m/s til um kl. 18. Einnig á S-verðu Snæfellsnesi. Eins um tíma síðdegis undir Hafnarfjalli,“ segir í tilkynningunni.

Myndarlegur snjókomubakki nálgast norðanvert landið.
Myndarlegur snjókomubakki nálgast norðanvert landið. Skjáskot af vef Bliku
mbl.is