Mátti dæma Sterkaj í 20 ára fangelsi?

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti …
Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti í lok október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­sak­sókn­ari tel­ur mik­il­vægt að Hæstirétt­ur fjalli um það hvort Lands­rétt­ur hafi mátt dæma Angj­el­in Sterkaj til þyngri refs­ing­ar en 16 ára fang­elsis­vist­ar í Rauðagerðismál­inu. Rík­is­sak­sókn­ari tel­ur að laga­heim­ild hafi hugs­an­lega skort.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un um málið á vef RÚV.

Þá tel­ur rík­is­sak­sókn­ari rétt að Hæstirétt­ur verði við áfrýj­un­ar­beiðni sak­born­ing­anna fjög­urra í mál­inu, en í lok októ­ber þyngdi Lands­rétt­ur dóm héraðsdóms yfir Angj­el­in Sterkaj auk þess að sak­fella þrjú önn­ur sem héraðsdóm­ur hafði áður sýknað.

Sterkaj, sem var sá eini sem játaði sök, var þá dæmd­ur í 20 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra. Þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada sem voru sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins í héraðdómi voru öll dæmd í 14 ára fang­elsi. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un RÚV, að rík­is­sak­sókn­ari telji að hugs­an­lega hafi skort laga­heim­ild til að dæma Sterkaj til að sæta þyngri refs­ingu en 16 ára fang­elsi. Heim­ilt sé að dæma fang­elsi allt að 20 árum við til­tekn­ar lögákveðnar aðstæður sem embættið tel­ur vafa leika á að hafi verið fyr­ir hendi í mál­inu.

 

mbl.is