Gamli snjórinn ekkert á förum

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu daga spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMFC) gefur til skýrt til kynna ríkjandi NA-átt og að úrkoma verði minni en að jafnaði sunnan- og vestantil, en heldur meiri norðan- og norðaustanlands.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í færslu á veðurvefnum Bliku að horfur séu að úrkomulaust verði suðvestanlands „og gamli snjórinn því ekkert á förum“.

Spá ECMWF er í gildi til 20. janúar og greinir Einar frá því að það ætli að dragast að fá hingað til lands milt og rakt loft ættað úr suðvestri, þ.e.a.s. alvöru SA-slagviðri með hláku.

Lægðirnar af Atlantshafi eru vissulega til staðar, en þær eru að jafnaði kraftminni en venjulega og braut þeirra liggur sunnarlega og hefur gert allt frá því um  5. desember.

mbl.is