Ekkert saknæmt við skattskil Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/Hákon Pálsson

Skatt­ur­inn ­hef­ur ­nú lokið ít­ar­legri út­tekt á rekstri Sam­herja og tengdra fé­laga á tíma­bil­inu 2012-2018. Niðurstaða út­tekt­ar­inn­ar er að ekk­ert sak­næmt hafi átt sér stað í rekstri fé­laga inn­an sam­stæðu Sam­herja.

Að frum­kvæði Skatts­ins hef­ur Sam­herji geng­ist und­ir sátt og greiðir 230 millj­ón­ir króna auk vaxta vegna end­ur­álagn­ing­ar og sekt­ar, eða inn­an við 1% af heild­ar­skatt­skil­um fé­laga inn­an sam­stæðunn­ar á um­ræddu tíma­bili.

Sam­hliða þessu hef­ur embætti héraðssak­sókn­ara fellt niður saka­mál­a­rann­sókn á hend­ur fé­lag­inu og stjórn­end­um þess. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að sér sé létt vegna niður­stöðunn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: