Herjólfur er Tesla hafsins

Herjólfur við Landeyjahöfn.
Herjólfur við Landeyjahöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

The Tesla of the Seas, eða Tesla hafsins, er heiti á langri grein sem birtist á bresku vefsíðunni shipsmonthly.com í desember. Í greininni er fjallað um ferjuna Herjólf og farið um hana lofsamlegum orðum. Fyrirsögnin vísar til bílategundarinnar heimsfrægu.

Blaðamaðurinn David Fairclough lýsir skipinu og búnaði þess í smáatriðum og birtir með margar myndir. Hann lýsir vélbúnaði skipsins og vekur sérstaka athygli á því að Herjólfur sé knúinn rafmagni í stað olíu þegar það er mögulegt.

Það hefur sparað mikla fjármuni. Blaðamaðurinn lýsir mikilvægi Herjólfs fyrir Vestmannaeyjar og íbúa eyjanna. Veður geti verið válynd og þá geti Landeyjahöfn orðið ófær og skipið þurfi þá að sigla til Þorlákshafnar.

Mun ýtarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: