Leggur til kvótasetningu grásleppu

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur hafið samráð um kvótasetningu grásleppuveiða.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur hafið samráð um kvótasetningu grásleppuveiða. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur hafið sam­ráðsferli vegna áforma um að kvóta­setja grá­sleppu­veiðar með laga­frum­varpi.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins að lagt sé til að við kvóta­setn­ingu verði lög­bund­in 2% há­marks­hlut­deild og að kvót­inn, þrátt fyr­ir að vera fram­selj­an­leg­ur, verði bund­inn við lands­hluta. Auk þess er lagt til að komið verði á sér­stök­um nýliðun­ar­kvóta í grá­sleppu sem út­hlutað er gjald­frjálst að und­an­skil­inni greiðslu veiðigjalda og þjón­ustu­gjalda.

Kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða fylg­ir einnig inn­heimta veiðigjalda sem áætlað er að skili rík­is­sjóði um 35 millj­ón­um króna.

Verði af áformunum verða grásleppuveiðarnar bundnar kvótaeign.
Verði af áformun­um verða grá­sleppu­veiðarn­ar bundn­ar kvóta­eign. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Í lýs­ingu á áformun­um sem birt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda er vak­in at­hygli á að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafi „sætt gagn­rýni fyr­ir að vera ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg fyr­ir þá sem stunda veiðarn­ar“. Auk þess sem taln­ing veiðidaga hefj­ist um leið og veiðileyfi er virkjað sem tek­ur ekki tilli til veðurs, bil­ana eða veik­inda. 

Jafn­framt er bent á að ald­ur grá­sleppu­veiðimanna hafi hækkað og lít­il nýliðun verið und­an­far­in ár.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: