Stefna á samstarf við alþjóðlegt stórfyrirtæki

Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring, segir samstarf við framleiðenda sjálfsiglandi …
Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring, segir samstarf við framleiðenda sjálfsiglandi sjófara verða til þess að stækka þurfi fyrirtækið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hefring ehf., sem hefur þróað snjallsiglingakerfið Hefring Marine, stefnir að umtalsverðri stækkun á komandi misserum og er nú að vinna að frágangi samstarfssamnings við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er í fararbroddi á sviði tæknilausna fyrir ómönnuð sjóför.

„Til að byrja með getum við afkastað vinnunni með teyminu okkar í dag en við munum svo þurfa að stækka hópinn þar sem þetta er bara eitt af mörgum verkefnum á borðinu hjá okkur. [...] Þessi ómannaða hlið verður stór þáttur í þróun Hefring Marine-kerfisins í framtíðinni og þetta fyrsta slíka verkefni mun hjálpa til við að móta stefnu okkar og þróun á því sviði,“ segir Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: