Mikill samdráttur í heildarafla íslenskra skipa

HEildarafli íslenskra fiskiskipa var 22% minni á síðasta ári en …
HEildarafli íslenskra fiskiskipa var 22% minni á síðasta ári en árið 2021. mbl.is/ses

Heild­arafli ís­lenskra fiski­skipa janú­ar til des­em­ber árið 2022 nam 1.417 þúsund tonn­um sem er 22% aukn­ing frá ár­inu á und­an. Aug­ljóst er að hina miklu aukn­ingu megi rekja til óvenju stórr­ar loðnu­vertíðar en afl­inn í fyrra nam 449.933 tonn­um sem er 207% meira en árið á und­an, að því er fram kem­ur í bráðabirgðatöl­um Hag­stofu Íslands.

Nán­ast eng­in breyt­ing varð í síld eða kol­munna, en lít­il­væg­ur sam­drátt­ur varð í mak­rílafla.

Þá sést að botn­fiskafli nam 434.270 tonn­um sem er 8% minna en árið á und­an. Sam­drátt­inn má að mestu rekja til tæp 30 þúsund tonna sam­drátt í þorskafla og 11 þúsund tonn sam­drátt í karfa.

Árið 2022 nam flat­fiskafl­inn 21.502 tonn­um sem er 13% sam­drátt­ur frá ár­inu á und­an.

Veiðar drag­ast veru­lega sam­an

Í des­em­ber síðastliðnum var heild­arafli ís­lenska fiski­skipa­flot­ans 48.264 tonn sem er 62% minna en í sama mánuði árið á und­an.

Vissu­lega má rekja tölu­vert af sam­drætt­in­um til minni loðnu­kvóta sem hef­ur gert það að verk­um að út­gerðir hafa frestað veiðum til að ná verðmæt­ustu loðnunni fram yfir ára­mót. Það eitt og sér er þó ekki eina skýr­ing­in þar sem um­tals­verður sam­drátt­ur hef­ur einnig orðið í þorski, ufsa og karfa. Afla­töl­urn­ar gefa því merki um að út­gerðir eru bún­ar að draga veru­lega sam­an segl­in í takti við sam­drátt í út­hlutuðum afla­heim­ild­um í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla.

Fjölda skipa hef­ur verið lagt und­an­farna mánuði, meðal ann­ars Harðbaki EA, Brynj­ólfi VE og Stefni ÍS.

mbl.is