Mesta frost sem mælst hefur það sem af er degi var á Þingvöllum, þar sem frost fór í 22 stig.
Þá fór frost í 21,4 stig á Kolku á miðhálendinu, 19,5 stig á Básum á Goðlalandi og 19,3 stig á Húsafelli. Mesti hiti á landinu mældist í Gufuskálum, eða núll stig.
Á morgun verður norðlæg átt 5-13 m/s, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost 5 til 18 stig.
Norðan 8-15 m/s á morgun, en heldur hvassara suðaustan til. Él á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan heiða. Dregur aðeins úr frosti.