Tölvuþrjótar réðust á Síldarvinnsluna

Tölvuþrjótar réðust á vef Síldarvinnslunnar og tóku að birta þar …
Tölvuþrjótar réðust á vef Síldarvinnslunnar og tóku að birta þar ráð að bættu netöryggi. Skjáskot/Síldarvinnslan

Þeir sem kíktu á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í morg­un urðu fyr­ir von­brigðum því þar var fátt um kol­munna­veiðar, land­an­ir tog­ara sam­stæðunn­ar eða eitt­hvað um síðasta rekstr­ar­ár í nýj­ustu færsl­un­um. Þar voru hins veg­ar fjöldi færslna um bætt netör­yggi og hvernig sé best að velja VPN til að opna á sem mest efni á Net­flix.

Hafði heimasíðan orðið fyr­ir árás tölvuþrjóta og sáust færsl­urn­ar þar klukk­an átta í morg­un. Að því sem blaðamaður kemst næst hóf­ust færsl­urn­ar að birt­ast í gær eða í nótt.

Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir um að ræða held­ur smá­vægi­legt at­vik þar sem aðeins hafi verið kom­ist inn í færslu­kerfi heimasíðunn­ar, að tek­ist hafi að rekja vand­ann og að öll kerfi fé­lags­ins séu ör­ugg. Hafði klukk­an hálf níu tek­ist að eyða öll­um færsl­um tölvuþrjót­anna.

Ráðgjöfin var af ýmsum toga.
Ráðgjöf­in var af ýms­um toga. Skjá­skot/​Síld­ar­vinnsl­an

Veittu ráðgjöf

„Face­book varð fyr­ir tölu­verðu hakki sem af­hjúpaði per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar tæp­lega hálfs millj­arðs not­enda. Örygg­is­gall­arn­ir voru notaðir af net­glæpa­mönn­um. Sum­ar staðreynd­irn­ar sem stolið var voru síma­núm­er, net­föng og staðsetn­ingu,“ sagði í einni færsl­unni sem endaði með því að lýsa hvernig not­end­ur gætu bætt ör­yggi sitt.

Í ann­arri færslu sagði að það geti munað miklu að nota besta VPN-ið fyr­ir Net­flix til að kom­ast hjá tak­mörk­un­um á efni streym­isveit­unn­ar fyr­ir mis­mun­andi markaði.

Hverju tölvuþrjót­arn­ir ætluðu að ná fram með þessu uppá­tæki sínu er óþekkt.

Upp­fært klukk­an 08:57: Upp­lýs­ing­ar bár­ust um að lít­il­vægt at­vik hafi verið að ræða og að öll kerfi Síld­ar­vinnsl­unn­ar væru ör­ugg. Hef­ur frétt­in verið upp­færð með til­liti til þess.

Eitthvað af því sem birtist á vef fyrirtækisins.
Eitt­hvað af því sem birt­ist á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Skjá­skot/​Síld­ar­vinnsl­an
mbl.is