Vildu mögulega villa um fyrir leitarvélum

Bjartur Thorlacius, sérfræðingur í upplýsingaöryggi, segir tölvuþrjóta sem gengu til …
Bjartur Thorlacius, sérfræðingur í upplýsingaöryggi, segir tölvuþrjóta sem gengu til atlögu gegn heimasíðu Síldarvinnslunnar hafa hugsanlega viljað blekkja leitarvélar. Samsett mynd

„Mark­mið þeirra er vænt­an­lega að sem flest­ir fari á þær síður sem hlekk­irn­ir vísa á. Ekki endi­lega með því að marg­ir gest­ir vefs­ins smelli beint á hlekk­ina, held­ur er þetta frek­ar senni­lega hugsað til þess að villa um fyr­ir leit­ar­vél­um,“ seg­ir Bjart­ur Thorlacius, sér­fræðing­ur í upp­lýs­inga­ör­yggi, um hugs­an­leg­an til­gang at­lög­unn­ar gegn heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í dag.

Hann tek­ur þó fram að þetta séu ein­göngu vanga­velt­ur þar sem hann hafi ekki skoðað það sem sett var fram á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar um­fram að sjá skjá­skot.

Tölvuþrjót­ar komust í kerfi heimasíðunn­ar í gær eða í nótt og skildu þar eft­ir færsl­ur um bætt netör­yggi með hlekkj­um. Greiðilega tókst þó að kom­ast til botns í mál­inu og var síðan kom­in í hefðbundið horf um hálf níu í morg­un.

Kunna mögu­lega ekki ensku

En hvernig villa þess­ar færsl­ur sem sett­ar voru inn af tölvuþrjót­un­um fyr­ir leit­ar­vél­um og í hvaða til­gangi?

„Þær [leit­ar­vél­arn­ar] skoða nefni­lega virta vefi, eins og vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sjá hvaða vefi þeir vísa á, og eru þá lík­legri til að raða þeim vef­um of­ar­lega meðal niðurstaðna fyr­ir leit­ar­orð sem koma fyr­ir á, í þessu til­felli, vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Sem, eft­ir inn­brotið, eru mikið til leit­ar­orð tengd upp­lýs­inga­ör­yggi, s.s. virtual info room – notað til að miðla trúnaðar­upp­lýs­ing­um um fyr­ir­tæki til fjár­festa – og VPN sem er notað til að fela upp­runa og áfangastað net­umferðar,“ út­skýr­ir Bjart­ur.

„Mögu­lega kunna þrjót­arn­ir ekki ensku, þar sem orðið „bedroom“ í stað „room" er röng þýðing í einni fyr­ir­sögn­inni, en ein­mitt þýðing­ar­villa sem skilj­an­leg væri í vélþýðingu því tal­an 5 skammt á und­an læt­ur fyr­ir­sögn­ina ekki hljóma ólíka fast­eigna­aug­lýs­ingu. Hitt er þó ekki úti­lokað að að þrjót­arn­ir séu vilj­andi að nota lé­lega ensku, til að höfða til ákveðins mark­hóps,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir einnig mögu­legt að til­gang­ur­inn með færsl­un­um sem birt­ar voru á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að vísa á vefsíður þar sem reynt er að plata fólk til að hlaða niður spilli­veiru, „sem þrjót­arn­ir gætu notað til að stela gögn­um af fólki, til dæm­is til að kúga út úr því fé fyr­ir þag­mælsku eða fyr­ir end­ur­heimt gagn­anna. En ég hef ekki skoðað síðurn­ar sem hlekk­irn­ir vísa á og hef því ekki sann­reynt þessa ágisk­un.“

mbl.is