Samráð nauðsynlegt eigi að breyta flugeldasölu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægt að björgunarsveitir hafi fjárhagslega burði …
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægt að björgunarsveitir hafi fjárhagslega burði til að sinna sínu starfi. Sala skotelda sé langstærsti hluti fjáröflunar björgunarsveita á Íslandi. mbl.is/Samsett mynd

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir að ráðuneytið þurfi eiga sam­ráð við björg­un­ar­sveit­ir lands­ins áður en tek­in er ákvörðun sem geti haft áhrif á fjár­mögn­un þeirra og getu til að sinna verk­efn­um. Þetta kem­ur fram í svari Jóns við fyr­ir­spurn Andrés­ar Inga Jóns­son­ar varðandi meng­un af völd­um skotelda.

Andrés spyr m.a. hvað hafi verið gert til að hrinda í fram­kvæmd þeim aðgerðum sem lagðar hafi verið til af starfs­hópi um meng­un af völd­um skotelda og birt­ar hafi verið í janú­ar 2020.

Fram kem­ur í svari ráðherra, að starfs­hóp­ur­inn hafi skilað til­lög­um um hvernig draga mætti úr nei­kvæðum áhrif­um á lýðheilsu og loft­gæði vegna meng­un­ar af völd­um flug­elda.

„Meg­inniðurstaða starfs­hóps­ins var að nauðsyn­legt væri að tak­marka sem mest meng­un sem veld­ur óæski­leg­um heilsu­farsáhrif­um hjá ein­stak­ling­um. Einnig þyrfti að hafa í huga óæski­leg áhrif skotelda um ára­mót á at­ferli og líðan margra dýra. Jafn­framt benti starfs­hóp­ur­inn á að huga þyrfti að loft­meng­un í víðu sam­hengi og draga úr meng­un þar sem það er mögu­legt, til bættra lífs­gæða fyr­ir all­an al­menn­ing,“ seg­ir m.a. í svar­inu.

Bent er á, að ein til­laga starfs­hóps­ins hafi lotið að því að gera breyt­ing­ar á reglu­gerð um skotelda til að þrengja tíma­mörk um al­menna notk­un skotelda og fækka sölu­dög­um.

Skip­ar ekki nýj­an starfs­hóp en mun fara yfir fyrri til­lög­ur

„Að mati ráðuneyt­is­ins þarf að eiga sam­ráð við björg­un­ar­sveit­ir lands­ins áður en tek­in er ákvörðun sem get­ur haft áhrif á fjár­mögn­un þeirra og getu til að sinna verk­efn­um. Ein til­laga starfs­hóps­ins var að skipaður yrði starfs­hóp­ur til að vinna til­lög­ur um fjár­mögn­un björg­un­ar­sveita og var upp­haf­lega lagt upp með að slík­ur hóp­ur tæki til starfa og skilaði niður­stöðu áður en tek­in yrði ákvörðun um að gera reglu­gerðabreyt­ingu sem hefði m.a. í för með sér fækk­un á sölu­dög­um flug­elda. Ráðherra hef­ur tekið ákvörðun um að skipa ekki slík­an starfs­hóp en hann hyggst ræða þær til­lög­ur sem sett­ar voru fram af starfs­hóp um meng­un af völd­um skotelda við Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og björg­un­ar­sveit­ir,“ seg­ir í svari Jóns.

Þá er það mat ráðherra að það sé mik­il­vægt að sam­ráð eigi sér stað áður en tekn­ar eru ákv­arðanir um aðgerðir sem geta haft áhrif á getu þeirra til að sinna sín­um verk­efn­um.

„Í fram­haldi af sam­tali við björg­un­ar­sveit­ir verður tek­in afstaða til þeirra til­lagna sem lagðar voru fram af hálfu starfs­hóps­ins og eru á ábyrgð ráðuneyt­is­ins og tek­in ákvörðun um næstu skref.“

mbl.is