Útskýrir af hverju snjólínan í Esju er „öfug“

Esjan.
Esjan. mbl.is/Hákon

Ásýnd Esjunnar þessa dagana hefur vakið athygli margra, einkum yfir Kjalarnesinu þar sem er eins og lína hafi verið strikuð í miðjar hlíðar eftir endilöngu fjallinu. Líkt og snjólínan sé „öfug“, með neðri hlutann snævi þakinn en aðeins föl í efri hlutanum.

Þar taka klettabeltin vissulega víða við, þar sem erfiðara er fyrir snjó að ná festu, en engu að síður áhugaverð sjón.

„Hef séð þessu líkt áður,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um ásýnd Esjunnar. „Snjórinn neðan til hefur blotnað og myndað hjarn. Ofar hefur þurran snjóinn skafið í burt og þarna á milli er skýr lína,“ sagði Einar og taldi frostmarkslínuna líklega frá því í byrjun síðustu viku þegar hiti komst í +3 við sjávarmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: