Ásta Dís í stjórn Samherja

Ásta Dís Óladóttir tekur sæti í stjórn Smaherja.
Ásta Dís Óladóttir tekur sæti í stjórn Smaherja. Ljósmynd/Samherji

Ásta Dís Óla­dótt­ir hef­ur tekið sæti í stjórn Sam­herja hf. í stað Helgu Stein­unn­ar Guðmunds­dótt­ur, sem setið hef­ur í stjórn fé­lags­ins um ára­bil og gegnt trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­lagið. Ásta Dís hef­ur ekki áður setið í stjórn Sam­herja hf.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Ásta Dís er dós­ent við Viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands, með BA gráðu í fé­lags- og at­vinnu­lífs­fræði, meist­ara­gráðu í stjórn­un og stefnu­mót­un frá Há­skóla Íslands og doktors­gráðu í alþjóðaviðskipt­um frá Copen­hagen Bus­iness School. Ásta Dís hef­ur á und­an­förn­um árum komið að upp­bygg­ingu náms í sjáv­ar­út­vegi í Há­skóla Íslands og kennt meðal ann­ars nám­skeiðið Rekst­ur í sjáv­ar­út­vegi. Þá er hún ann­ar höf­und­ur bók­ar­inn­ar Fis­heries and aquacult­ure, the food secu­rity of the fut­ure sem El­sevier gaf út 2021.

Þá seg­ir að Ásta Dís hafi um­fangs­mikla stjórn­un­ar­reynslu og hef­ur setið í fjöl­mörg­um stjórn­um, nefnd­um og ráðum. Í dag er hún stjórn­ar­formaður Viðskipta­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands og MBA náms, Rann­sókn­ar­miðstöðvar Ferðamála og Fé­lags há­skóla­kvenna. Þá er hún formaður Jafn­væg­is­vog­ar­ráðs og Vís­inda­sjóðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.“

Fjög­urra ára­tuga sam­starf

Í til­kynn­ing­unni þakk­ar stjórn og starfs­fólk Sam­herja Helgu Stein­unni fyr­ir ánægju­lega sam­fylgd og far­sælt sam­starf, en hún hef­ur tekið þátt í upp­bygg­ingu fé­lags­ins frá því að höfuðstöðvarn­ar voru flutt­ar til Ak­ur­eyr­ar fyr­ir fjór­um ára­tug­um síðan.

Hún sat í stjórn Sam­herja frá ár­inu 2013 og var stjórn­ar­formaður Sam­herja­sjóðsins frá stofn­un, Sjóður­inn hef­ur meðal ann­ars stutt dyggi­lega við íþrótta­hreyf­ing­una á Íslandi.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir.
Helga Stein­unn Guðmunds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is