Snjóflóð féll yfir Vattarnesveg

Mynd úr safni. Margir fjallvegir lokuðust í dag vegna snjókomu.
Mynd úr safni. Margir fjallvegir lokuðust í dag vegna snjókomu. mbl.is/RAX

Snjóflóð féll yfir Vattarnesveg í gær og hefur hann verið lokaður í allan dag. Samkvæmt umfjöllun Austurfréttar er snjóskaflinn sem liggur yfir veginn átta metrar á breidd og minnst þrír metrar á hæð.

Í samtali við miðilinn segir Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, að vegurinn verði trúlega ekki mokaður fyrr en á morgun, ef veður leyfir, þar sem að hann er í takmarkaðri þjónustu. 

Margir fjallvegir lokuðust í dag vegna snjókomu, þar á meðal Fjarðarheiði og Vatnsskarð.

mbl.is