Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn, Fanney Dóra Valgerisdóttir, er trúlofuð unnusta sínum Aroni Ólafssyni. Fanney Dóra greinir frá gleðifréttunum á Instagram-reikningi sínum.
Fanney Dóra og Aron hafa verið saman frá því 2020, en þau eiga saman eina dóttur, Thaliu Guðrúnu sem kom í heiminn í mars 2021.
„Þúsund sinnum já. Verð alltaf þín, hef vitað það frá degi eitt,“ skrifaði Fanney Dóra í færslu sinni og birti fallegar myndir af þeim Aroni með trúlofunarhringana.
Smartland óskar þeim til hamingju með trúlofunina!