20 útköll vegna vatnsleka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í morgun vegna vatnsleka í …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í morgun vegna vatnsleka í Fossvogsskóla en ekki var þörf á frekari aðstoð frá þeim þar sem búið var að hringja eft­ir aðstoð verk­taka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tæplega 20 útköll um alla borg vegna vatnsleka það sem af er degi. 

Varðstjóri segir í samtali við mbl.is að dagurinn hafi því verið frekar þéttur.

Hann segir að lekar hafi komið upp á bæði heimilum og í fyrirtækjum. Útköllin taka alltaf talsverðan tíma, allt á annan klukkutíma, en ekkert útkall hafi verið afgerandi stórt. 

mbl.is