Dótturfélag Brims með mesta krókaaflamarkið

Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. …
Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. Grunnur fer með mestu veiðiheimildirnar í krókaaflamarkskerfinu. Ljósmynd/Kambur hf.

Grunn­ur ehf., dótt­ur­fé­lag Brims hf., er með mestu hlut­deild­ina í út­hlutuðum afla­heim­ild­um í króka­afla­marks­kerf­inu. Um er að ræða 4,7% af út­hlutuðum þorskí­gildist­onn­um en lög­bundið há­mark er 5%. Þá er fé­lagið með 3,99% af út­hlutuðum heim­ild­um í þorski og 4,94% í ýsu.

Þetta má lesa úr yf­ir­liti Fiski­stofu sem fékkst af­hent í byrj­un mánaðar.

Næst á eft­ir Grunni er Jakob Val­geir ehf. með 4,2% hlut af út­hlutuðum þorskí­gild­um. Stakka­vík ehf. fer með þriðja mesta króka­afl­markið eða 4,06%, en þétt á eft­ir er Nesver ehf. með 4,02% og svo fylg­ir dótt­ur­fé­lag Loðnu­vinnsl­unn­ar Hjálm­ar ehf. með 3,92%. Háa­öxl ehf., sem er 49% í eigu Loðnu­vinnsl­unn­ar, fer með sjöttu mestu hlut­deild­ina eða 3,91% – þessi fé­lög telj­ast ekki tengd sam­kvæmt gild­andi fyr­ir­komu­lagi laga og telst því aðskild hlut Hjálm­ars ehf. þegar reiknuð er staða gagn­vart 5% há­marks­hlut­deild.

Háa­öxl og Hjálm­ar gera út Hafra­fell SU og Sand­fell SU sem hafa ít­rekað verið meðal afla­mestu króka­afla­marks­bát­um lands­ins.

Tutt­ugu út­gerðir með lang­mest

Alls fara tíu stærstu út­gerðirn­ar í króka­afla­marks­kerf­inu með 39,74% af út­hlutuðum þorskí­gild­um, en tutt­ugu stærstu fara með 67,13% þeirra og þar af eru tólf út­gerðir með 3% hlut eða meira.

Fimm­tíu stærstu króka­afla­marks­út­gerðirn­ar fara sam­an­lagt með 94,27% afla­heim­ilda og er það aukn­ing frá árs­lok­um 2021 þegar þessi 50 fyr­ir­tæki voru með 91% afla­heim­ild­anna.

Mun meiri samþjöpp­un í ýsu

Ef litið er ein­ung­is til heim­ilda í þorski eru fimm út­gerðir með hlut­deild sem nem­ur 4% há­marks­hlut í teg­und­inni og eru það Hjálm­ar ehf., Háa­öfl ehf. – sem er 49% í eigu Loðnu­vinnsl­unn­ar, Stakka­vík ehf., Jakob Val­geir ehf. og Ein­ham­ar Sea­food ehf.

Alls eru tíu fé­lög­in með mesta króka­afla­markið í þorski með 39,46% hlut, en tutt­ugu stærstu með 67,24% hlut í teg­und­inni.

Lög­bund­in há­marks­hlut­deild í ýsu er 5% og eru tvær út­gerðir með heim­idl­ir í teg­und­inni sem því nem­ur og eru það Ein­ham­ar Sea­food ehf. og Nesver ehf. N´st á eft­ir fyrlg­ir Jakob Val­geir ehf. með 4,96% hlust, svo Grunn­ur ehf. með 4,94% og með fimmtu mestu hlut­deild­ina er Stakka­vík ehf. með 4,81%.

Þá eru tíu fé­lög með 45,96% afla­heim­ilda í ýsu í króka­afla­marks­kerf­inu og tutt­ugu með 75,47% þeirra.

Fimm­tíu út­gerðir með mesta króka­afla­markið eru með 93,73% hlut í út­hlutuðum heim­ild­um í þorski og 98,01% í ýsu.

mbl.is