Klaki fór í gegnum rúðu bifreiðar

Hér má sjá bílinn sem varð fyrir tjóninu.
Hér má sjá bílinn sem varð fyrir tjóninu. Ljósmynd/Brian Suda

Íbúi í miðborginni biður gangandi vegfarendur um að hafa varann á eftir að hafa gengið fram á bíl við sem er tjónaður eftir að klaki féll á hann.

Svo virðist sem klakinn hafi runnið af húsþaki og lent í miðri framrúðu bílsins með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Bíllinn var lagður við gangstétt nálægt húsi við Þingholtsstræti.

Gul veðurviðvörun hefur verið í gildi í öllum landshlutum vegna asahláku í gær og í morgun. Þá voru landsmenn jafnframt varaðir við mikill hálku og öðrum hættum er geta fylgt snöggum veðraskiptum. 

Í samtali við mbl.is segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að engin útköll hafi borist í dag vegna slysa af völdum hálku eða klaka.

Þá hafa sömuleiðis engin slík slys verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is