Samskip neita að hafa flutt hvalkjöt

IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi.
IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markaðsstjóri Sam­skipa vís­ar á bug þeim ásök­un­um alþjóðlegu dýra­vernd­un­ar­sam­tak­anna IFAW, þess efn­is að skip á veg­um Sam­skipa flytji nú 2.576 tonn af hval­kjöti frá Íslandi til Jap­ans.

Á vef sam­tak­anna er Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., sagður síðasti hval­veiðimaður­inn á Íslandi. Full­yrt er þar enn frem­ur að hann flytji nú 2.576 tonn af hval­kjöti til Jap­ans með Sam­skip­um. 

Kristján er gagn­rýnd­ur fyr­ir vikið en flutn­inga­fyr­ir­tækið sömu­leiðis, í ljósi yf­ir­lýs­ing­ar þess frá ár­inu 2013 um að fé­lagið ætli sér ekki að flytja hval­kjöt fram­veg­is.

Teng­ist Sam­skip­um ekk­ert

„Þetta teng­ist Sam­skip­um ekki neitt, ekki á neinn hátt,“ seg­ir Þór­unn Inga Ingj­alds­dótt­ir, markaðsstjóri Sam­skipa, í sam­tali við mbl.is og kveðst áður fengið fyr­ir­spurn um málið.

Þannig þetta er ekki rétt sem IFAW seg­ir?

„Nei. Það þarf að kanna þetta eitt­hvað bet­ur.“

mbl.is