Vatnstjón á fjórum stöðum í nótt

Slökkviliðsbílar í útkalli. Mynd úr safni.
Slökkviliðsbílar í útkalli. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti sex sinnum að kalla út dælubíla í nótt.

Í fjórum tilvikum reyndist um vatnstjón að ræða.

„Þetta er alltaf mikið tjón fyrir fólkið sem lendir í þessu. Þegar helmingur íbúðarinnar fer á flot,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu.

Hvert útkall fyrir sig varði í um hálftíma til klukkutíma, að sögn Stefáns, sem upplýsir einnig að öll hafi útköllin verið innan Reykjavíkur og ekkert þeirra í úthverfum borgarinnar.

mbl.is