Fimm skip til loðnumælinga

Skipverjar á Heimaey VE og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leita loðnu næstu …
Skipverjar á Heimaey VE og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leita loðnu næstu daga. Alls taka fimm skip þátt í mælingu loðnustofnsins að þessu sinni. mbl.is/Börkur Kjartansson

Fimm skip leggja frá bryggju í dag og halda til mæl­inga á stærð loðnu­stofns­ins. Auk rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Bjarna Sæ­munds­son og Árna Friðriks­son, verða það loðnu­skip­in Heima­ey frá Vest­manna­eyj­um, Jóna Eðvalds­dótt­ir og Ásgrím­ur Hall­dórs­son frá Hornafirði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Áður en ákveðið var að hefja mæl­ing­ar hélt Árni Friðriks­son í könn­un­ar­leiðang­ur þar sem safnað var upp­lýs­ing­um um göng­ur loðnun­ar til að tryggja að vetr­ar­mæl­ing­in yrði mark­tæk.

Fram kme­ur í til­kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að „út­gerðir upp­sjáv­ar­veiðiskipa standa sam­eig­in­lega und­ir kostnaðinum við út­hald loðnu­skip­anna. Vís­inda­menn frá stofn­un­inni verða um borð í hverju skipi. Gert er ráð fyr­ir að veiðiskip­in byrji fyr­ir aust­an land en rann­sókna­skip­in fyr­ir norðan. Með þátt­töku þetta margra skipa í verk­efn­inu er stefnt að því að ná heild­ar­yf­ir­ferð yfir rann­sókna­svæðið áður en vonsku­veður skell­ur á und­ir lok vik­unn­ar.“

mbl.is