Íþyngjandi að sanna heilbrigði

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Skipt­ar skoðanir eru um fyr­ir­hugaða breyt­ingu á reglu­gerð um störf sjó­manna, þess efn­is að fólk sem munstr­ast í áhöfn upp á afla­hlut á fiski­skip­um þurfi að skila inn lækn­is­vott­orði um heilsu­far sitt.

Mál þetta, sem innviðaráðuneytið stend­ur að, hef­ur að und­an­förnu verið til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda og í gær höfðu sex­tán um­sagn­ir borist um málið.

Til þessa hafa verið sett skil­yrði og heil­brigðis­kröf­ur til skip­stjórn­ar­manna og vél­stjóra á skip­um, það er rétt­inda­manna sem svo eru kallaðir. Nú er ætl­un­in að regl­urn­ar nái til allra, svo sem há­seta, í áhöfn­um til dæm­is fiski­skipa. Þar eiga í hlut svo­nefnd­ir fisk­ar­ar en svo skulu þeir kallaðir sam­kvæmt ný­legri orðalags­breyt­ingu til kyn­hlut­leys­is, sem finna má í nýj­um lög­um um áhafn­ir skipa sem tóku gildi nú um ára­mót­in.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: