Réðst á samfanga með heimagerðu eggvopni

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

Fangi á Hólms­heiði réðst á sam­fanga sinn í gær­kvöldi með heima­gerðu eggvopni. Brotaþoli slapp eins vel og hugs­ast gat en sjúkra­liði kom á staðinn og gerði að sár­um hans. Árás­armaður­inn er nú í ein­angr­un.

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Mann­líf greindi fyrst frá. 

Að sögn Páls var árás­in fyr­ir­vara­laus en hún átti sér stað frammi á gangi á einni deild fang­els­is­ins. Vitni urðu að árás­inni og brugðust fanga­verðir jafn­framt skjótt við.

Teng­ist erj­um milli hópa

Lög­regl­an fer nú með rann­sókn máls­ins og er verið að ræða við þá sem urðu vitni að árás­inni. Þá er jafn­framt verið að skoða hvernig hægt sé að tryggja ör­yggi fang­anna í fram­hald­inu.

Fram hef­ur komið í öðrum miðlum að árás­in teng­ist átök­um milli glæpa­hóp­anna sem eru tengd­ir árás­inni á Banka­stræti Club í nóv­em­ber á síðasta ári.

Að sögn Páls teng­ist árás­in í gær erj­um milli ým­issa hópa. Hann seg­ir marga smá­hópa hafa mynd­ast und­an­far­in ár og að það sé hæg­ara sagt en gert að skilja þá að í fang­els­um ver­andi með ein­göngu tvö lokuð fang­elsi. 

mbl.is