Átaksverkefni gegn brottkasti hrundið af stað

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt að veita Fiskistofu sérstakan styrk …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt að veita Fiskistofu sérstakan styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að beiðni Fiski­stofu hef­ur Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerf­is­bundið mat á brott­kasti á Íslands­miðum, seg­ir í til­kynn­ingu frá mat­vælaráðuneyt­inu þar sem áréttað er að hlut­verk Fiski­stofu sé meðal ann­ars að gæta að ábyrgri nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.

„Það er mik­il­vægt að eft­ir­lit með ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi verði leiðandi á heimsvísu og að áfram verði litið til Íslands sem fyr­ir­mynd­ar hvað varðar um­gengni um auðlind­ina,“ er haft eft­ir Svandísi í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að „helstu mark­mið verk­efn­is­ins eru að áætla raun­veru­legt brott­kast á Íslands­miðum. Einnig að þróa aðferðafræði til að meta um­fang brott­kasts á ís­lensk­um fiski­miðum og safna upp­lýs­ing­um um um­fang eft­ir veiðarfær­um, svæðum og teg­und­um og meta áhrif brott­kasts á stofn­stærðir. Jafn­framt er leit­ast við að öðlast skýr­ari sýn á um­gengni við auðlind­ina og nýta þekk­ing­una til að fræða og draga úr brott­kasti.“

Ávinn­ing­ur­inn er sagður vera upp­færðar töl­ur um um­fang brott­kasts, rétt­ari töl­ur varðandi brott­kast inn í líkön um stofn­stærð nytja­stofna, bætt upp­lýs­inga­gjöf um um­gengni við auðlind­ina ásamt bættri meðvit­und hagaðila um um­gengni um auðlind­ina og þar með bættri hegðun og um­gengni.

Verk­efnið sam­ræm­ist ný­út­komn­um bráðabirgðatil­lög­um starfs­hópa Auðlind­ar­inn­ar okk­ar þar sem lögð er áhersla á að all­ur veidd­ur afli komi í land og að setja þurfi hvata til að tryggja að svo verði.

Skort­ir upp­lýs­ing­ar

Vak­in er at­hygli á að Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (FAO), hafi gagn­rýnt að tak­mörkuð gögn liggi fyr­ir um hversu mikl­um afla sé hent á Íslands­miðum. „Stofn­un­in áætl­ar að brott­kast hafi verið 10,8% af al­heimsafla árin 2010 til 2014. Fiski­stofa og Haf­rann­sókna­stofn­un hafa átt í sam­starfi um sýna­tök­ur vegna stærðartengds brott­kasts síðan árið 2001 og benda niður­stöður til að brott­kast sé um 3-5%.“

Jafn­framt er vak­in at­hygli á að út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar árið 2018 á starf­semi Fiski­stofu hafi leitt í ljós að eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með brott­kasti væri veik­b­urða og ómark­visst og raun­veru­leg­ur ár­ang­ur þess óljós þar sem hvorki liggi fyr­ir skýr ár­ang­urs­mark­mið eða ár­ang­urs­mæli­kv­arðar.

Einnig benti Rík­is­end­ur­skoðun á að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi ekki rann­sakað teg­unda­háð brott­kast í rúm­an ára­tug og að auki hafi gagna­söfn­un um lengd­ar­háð brott­kast dreg­ist sam­an und­an­far­in ár. Einnig hef­ur eft­ir­lit með brott­kasti verið tak­markað og því erfitt að meta um­fang þess.

„Fiski­stofa brást við gagn­rýni FAO og Rík­is­end­ur­skoðunar og hóf eft­ir­lit með drón­um árið 2021. Við það fjölgaði brott­kasts­mál­um ört eða úr u.þ.b. 10 mál­um á ári í 142 mál fyr­ir lok nóv­em­ber 2021.“

mbl.is