„Þetta er úrvalshráefni“

Loðnufrysting gengur vel í fiskiðjuverinu.
Loðnufrysting gengur vel í fiskiðjuverinu. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Geir Sigurpáll Hlöðversson

„Nú erum við að frysta hæng­inn á Aust­ur-Evr­ópu­markað og þetta er úr­vals­hrá­efni. Það er ekki verið að frysta á full­um af­köst­um enn þá en um mánaðamót­in verður fiskiðju­verið full­mannað og þá hefst vinnsl­an af full­um krafti,“ seg­ir Geir Sig­urpáll Hlöðvers­son, rekstr­ar­stjóri fiskiðju­vers­ins í Nes­kaupstað, í færslu á vef Sild­ar­vinnsl­unn­ar.

Barði NK kom til hafn­ar í Nes­kaupstað á miðviku­dag með 1.300 tonn af loðnu.

 „Við vor­um aust­ur af Glett­ingi. Afl­inn fékkst í þrem­ur hol­um og var dregið í 3 til 6 ½ tíma. Í fyrsta hol­inu feng­ust 470 tonn, 390 í því næsta og 440 í loka­hol­inu. Þetta er fín­asta veiði og í fyrra þurfti að draga miklu leng­ur til að fá sam­bæri­leg­an afla. Þetta er fín­asta loðna og hent­ar ábyggi­lega vel til fryst­ing­ar. Það eru 40–42 stk. í kíló­inu. Græn­lensku skip­in Pol­ar Ammassak og Tasiilaq voru líka að fiska vel og héldu þau til Fær­eyja með afl­ann,“ seg­ir Run­ólf­ur Run­ólfs­son skip­stjóri á Barða.

Barði NK kom með 1300 tonn af loðnu til Neskaupstaðar.
Barði NK kom með 1300 tonn af loðnu til Nes­kaupstaðar. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an: Smári Geirs­son
mbl.is