Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun bera vitni í mars fyrir bandaríska þinginu en kínverska samfélagsmiðlaforritið hefur verið sakað um að vera undir stjórn kommúnistaflokksins í Kína.
Undanfarin misseri hafa þingmenn, flestir úr röðum Repúblikana, kallað eftir því að forritið yrði hreinlega bannað vegna tengsla þess við Kína. Chew mun bera vitni fyrir orku- og viðskiptanefnd þingsins 23. mars.
Cathy McMorris Rodgers, sem fer fyrir nefndinni, segir í yfirlýsingu sem gefin var út í dag að „TikTok hefur vísvitandi leyft kínverska kommúnistaflokknum að fá aðgang að bandarískum notendagögnum.“