Forstjóri TikTok mætir fyrir þingið

Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta fyrir bandaríska þingið …
Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta fyrir bandaríska þingið í mars þar sem samfélagsmiðillinn er sagður vera undir stjórn Kína. AFP

Shou Zi Chew, for­stjóri TikT­ok, mun bera vitni í mars fyr­ir banda­ríska þing­inu en kín­verska sam­fé­lags­miðlafor­ritið hef­ur verið sakað um að vera und­ir stjórn komm­ún­ista­flokks­ins í Kína.

Und­an­far­in miss­eri hafa þing­menn, flest­ir úr röðum Re­públi­kana, kallað eft­ir því að for­ritið yrði hrein­lega bannað vegna tengsla þess við Kína. Chew mun bera vitni fyr­ir orku- og viðskipta­nefnd þings­ins 23. mars.

Cat­hy McMorr­is Rod­gers, sem fer fyr­ir nefnd­inni, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem gef­in var út í dag að „TikT­ok hef­ur vís­vit­andi leyft kín­verska komm­ún­ista­flokkn­um að fá aðgang að banda­rísk­um not­enda­gögn­um.“

mbl.is