Ágætri loðnu landað á Þórshöfn

Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn með ágæta loðnu.
Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn með ágæta loðnu. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Þórs­höfn Sig­urður VE-15 kom til Þórs­hafn­ar í gær með 860 tonn af loðnu sem veidd­ist aust­ur af Glett­inga­nes­grunni en þaðan eru um 150 sjó­míl­ur til Þórs­hafn­ar.

Jón Ax­els­son skip­stjóri sagði þetta vera fal­lega loðnu sem verður unn­in bæði í fryst­ingu og fiski­mjöl. „Við lönd­um þess­um afla og hinkr­um svo eft­ir frétt­um um hvort gef­inn verði út meiri kvóti,“ sagði Jón enn frem­ur og von­ar að það skýrist í vik­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: